Samkvæmt nýju samkomulagi ASÍ og SA fá félagsmenn aðildarfélaga þar á meðal í Eflingu eingreiðslu í desember að upphæð 26.000.- krónur hafi þeir verið í fullu starfi. Eingreiðslan viktar síðan inn í kjarasamninginn þannig að laun hækka um 2.9% um áramótin 2006-2007. Samkomulagið felur auk þess í sér mikilvægar greiðslur til örorkumála inn í lífeyrissjóðakerfi félagsmanna ASÍ og SA, framlög til starfsmenntamála og til tekjutengingar og hækkunar atvinnuleysisbóta. Þá er stór áfangi í höfn við lagasetningu um starfsmannaleigur. Þetta þýðir að samningum verður ekki sagt upp og kemur næst til endurskoðunar í nóvember 2006.
Þessu til viðbótar hækkar lágmarkstekjutrygging fyrir fulla dagvinnu í 108.000 kr. um næstu áramót og í 110.000 kr. 1. janúar 2007.
Samkomulagið er gert til að vega á móti skerðingum sem hafa komið til vegna meiri verðbólgu en samningarnir gerðu ráð fyrir.
Framlag til að mæta vaxandi örorkubyrði
Fallist er á að axla ábyrgð vegna vaxandi örorkubyrði í lífeyrissjóðum á samningssviði ASÍ og SA. Þar með eykst geta sjóðanna til að standa við lífeyrissskuldbindingar og mikilvæg skref stigin til að jafna lífeyrissréttindi í landinu.
Hækkun atvinnuleysisbóta og tekjutenging
Fallist er á kröfu ASÍ um hækkun atvinnuleysisbóta og tekjutengingu þeirra. Grunnbætur hækka í 96 þúsund krónur á næsta ári en þær eru nú 91.426 kr. Atvinnuleysisbætur verða 70% af heildartekjum, með þaki við 180.000 krónur á mánuði. Bæturnar verða tekjutengdar í allt að þrjá mánuði eftir 10 daga á grunnbótum.
• Grunnbætur Atvinnuleysistrygginga verða 96.000.- krónur á næsta ári við gildistöku kerfisbreytingar.
• Bætur hækka sama og laun um áramótin 2007 eða um 2.9% • Tekjutenging bóta er miðuð við 70% af heildartekjum samkvæmt launaseðlum síðustu sex mánuði, en síðasti mánuður fyrir atvinnumissi er undanskilinn í viðmiðun. Tekjutenging hefst 10 virkum dögum eftir að atvinnuleysi hefst en fram að því gilda grunnbætur. • Hámarksbætur geta orðið 180 þúsund á mánuði og getur bótaþegi verið þrjá mánuði á þessum bótum á þriggja ára tímabili. • Réttur til tekjutengingar endurnýjast á 24 mánaða tímabili |
Starfsmannaleigur
Samþykkt er að setja lög um starfsmannaleigur. Í frumvarpi sem var lagt fram í ríkisstjórn, er fallist á öll meginsjónarmið ASÍ að undanskilinni kröfu um ábyrgð þeirra fyrirtækja sem nýta sér þjónustu starfsmannaleiga, en þar hefðu fulltrúar ASÍ viljað sjá beina ábyrgð í þessum þætti.
100 milljónir í fullorðinsfræðslu
Samþykkt er sú krafa ASÍ að setja 100 milljónir króna til a efla fullorðinsfræðslu og styrkja möguleika fólks á vinnumarkaði svo a geti aukið við menntun sína og fengi hana viðurkennda.
Stjórnvöld lýsa því yfir við framlengingu kjarasamninganna að þau eru reiðubúin til að vinna að jöfnun örorkubyrði milli lífeyrissjóða á samningssviði ASÍ og SA með framlagi sem svarar til 0.25% af tryggingaiðgjaldsstofni og kemur samkomulagið til framkvæmda á þremur árum frá 2007-2009 og verður kostnaður um 1,5 milljarður. Þessi yfirlýsing er talin þýða að komið verði verulega til móts við þann vanda sem lífeyrissjóðirnir innan ASÍ standa nú frammi fyrir varðandi aukna örorkubyrði þannig að ekki eða síður komi til skerðingar þessara sjóða á almennum lífeyrisgreiðslum á næstu árum. |