Námsbraut fyrir leiðbeinendur í leikskólum

16. 12, 2005


Borgartjóri heimsækir nemendur

Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, heimsótti nemendahóp sem er að ljúka fyrstu önn á námsbraut fyrir leiðbeinendur í Leikskólum. Námið fer fram á vegum Eflingar-stéttarfélags, Menntasviðs Reykjavíkurborgar og Mímis-símenntunar.

Í þessum hóp eru nemendur með langan starfsreynslu á Leikskólum Reykjavíkur og eru þeir að fá skemmtilegt tækifæri til að sækja sér menntun á framhaldsskólastigi með vinnu enda er metnaður Eflingar og Menntasviðsins mikill þegar litið er til margra ára sögu í þróun og uppbyggingu símentunar á leikskólum.

Steinunn Valdís átti samræður við nemendurna og kynnti sér menntunarleiðirnar sem þeim standa til boða og lýsti ánægju sinni með þessa menntunarleið.