Líkt og við upphaf nýs kjarasamnings í mars 2004, verður nú frá 1. janúar 2006 hluti af eingreiðslum færður inn í grunntaxta (sjá mynd). Markmiðið með þessari leið var að færa taxta nær greiddu kaupi og hækka dagvinnulaun. Um leið treystum við öryggisnetið og hækkum lægstu laun umtalsvert.
Eingreiðslur sem færðar eru inn í taxta, geta verið bónusar, yfirborganir og ýmsar álagsgreiðslur. Það er mjög mismunandi eftir einstaklingum hvað þetta er að þýða í breytingu, en að meðaltali eru kostnaðaráhrifin um 1% sem kemur þá til viðbótar almennri launahækkun sem er 2,5%.
Launahækkun á almenna markaðnum 1. janúar 2006 er 2,5% |