Byggingaiðnaður

20. 01, 2006


Byggingaiðnaður

Spennandi tækifæri fyrir starfsmenn

Nýtt nám er í undirbúningi fyrir starfsmenn í bygginargreinum en áætlað er að það hefjist um miðjan febrúar og verði kennt þrjá dagsparta í viku í þrjár vikur. Námið verður 45 kennslustundir og er ætlað fólki sem er orðið 20 ára og hefur unnið við frmreiðslu og sölu bygginarvarnings, gatna og jarðvinnu eða við húsbyggingar í að minnsta kosti sex mánuði.

Nám þetta verður metið til þriggja eininga og mun styrkja starfsmenn í stöðu sinni á vinnumarkaði og einnig opna þeim leiðir til frekari menntunar. Auglýsinga blöð verða send á vinnustaði á næstu dögum og geta félagsmenn óskað eftir þeim á sinn vinnustað auk þess að fá upplýsingar um námið hjá Eflingu-stéttarfélagi.

Sjá nánar auglýsingu frá Menntafélagi byggingariðnaðarins