Nokkur fyrirtæki og stofnanir taka mið af kjarasamningi við borgina
Viðræður í fullum gangi
Ýmsar stofnanir og fyrirtæki sem áður tilheyrðu Reykjavíkurborg taka mið af eldri kjarasamningi við Reykjavíkurborg. Sem dæmi má nefna Orkuveituna, Sorpu og einkarekna leikskóla. Viðræður eru komnar á fullt skrið og er stefnt að nýju samkomulagi nú í janúar við flesta af þessum aðilum, þannig að hægt sé að greiða laun samkvæmt nýjum kjarasamningi frá og með 1. febrúar 2006 en það er sú dagsetning sem að Reykjavíkurborg miðar við. Samningurinn við Reykjavíkurborg er hins vegar afturvirkur frá 1. október 2005 eins og áður hefur komið fram.