Íslendingar
Keppa í uppvaski í Svíþjóð
Landsliðið í uppvaski heldur utan til Svíþjóðar n.k. laugardaginn til að keppa í Norðurlandamótinu í uppvaski sem fram fer þriðjudaginn 25. apríl á sýningunni Castro Nord.
Íslensku keppendurnir lentu í fimm efstu sætunum eftir harða keppni á Íslandsmótinu í uppvaski sem frá fór 30. mars s.l. á sýningunni Matur 2006 og unnu sér þar með rétt til þátttöku á mótinu.
Liðið skipa Erna Aðalheiður Karlsdóttir nýkrýndur Íslandsmeistari, Da Cadapon og Songmvang Wong Wan sem vinna á Landspítalanum, Brynhildur Magnúsdóttir frá Hrafnistu og Hugrún Ólafsdóttir frá Alcan.