Viðræður farnar af stað

12. 04, 2006

 

Hjúkrunarheimilin

Viðræður farnar af stað

Nú í morgun fór fram óformlegur fundur með forsvarsmönnum launanefndar Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) og talsmönnum starfsmanna sem starfa á hjúkrunarheimilum ásamt Eflingu.

Í framhaldi af fundinum var ákveðið að hefja formlegar viðræður strax eftir páska eða þann 18. apríl.  Af hálfu samtaka SFH kom fram krafa að fyrirhuguðum aðgerðum sem áttu að hefjast aðfaranótt 21. apríl yrði frestað.  Talsmenn starfsmanna féllust á að fresta aðgerðum til 27. apríl.  Þann dag verður fundað með starfsfólki á hjúkrunarheimilum og staðan metin ef ekki verður komin niðurstaða í samningaviðræðum.