Kjarasamningur við Orkuveita Reykjavíkur
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti samninginn
Kjarasamningur Orkuveitu Reykjavíkur og Eflingar-stéttarfélags var kynntur fyrir félagsmönnum í gær 17. maí. Í lok fundarins bauðst félagmönnum að greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslu lauk á skrifstofu félagsins
kl. 10.00 í dag 18. maí. og voru atkvæði talin í framhaldinu.
Á kjörskrá voru 82 og þar af greiddu 53 atkvæði.
47 sögðu já eða 89%
6 sögðu nei eða 11%
Samningurinn var því samþykktur af hálfu félagsmanna Eflingar með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða.