Vinnuheimsóknir til meginlandsins
Leonardoferðir halda áfram
Nú hefur verið tilkynnt um niðurstöður hjá Leonardó vegna mannaskiptaverkefna á næsta tímabili. Efling – stéttarfélag sótti um fyrir 35 starfsmenn frá tíu fyrirtækjum og samtökum til að heimsækja vinnustaði og fræðsluaðila erlendis.
Niðurstaðan er að allar umsóknir sem tengdust Eflingu voru samþykktar. Þetta þýðir að ferðir halda áfram fyrir félagsmenn Eflingar til að kynnast sambærilegum störfum og þeim námskeiðum sem tilheyra viðkomandi starfi.
Nú er verið að ljúka síðastu úthlutun hjá Eflingu-stéttarfélagi og eru eftir þrjár ferðir á vegum Leonardo þar sem skoðað verður m.a. námsumhverfi trúnaðarmanna í Bretlandi.
Það er spennandi verkefni framundan að undirbúa næstu hópa og sjá þetta þróast áfram, félagsmönnum Eflingar til aukins þroska og meiri þekkingar fyrir viðkomandi starfsmenn og fyrirtæki þeirra.