Dagsferðir Eflingar í september

22. 06, 2006

Dagsferðir Eflingar í september

Markverðir staðir í Borgarfirði

Dagsferðir Eflingar hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár. Í ár er stefnan tekin á Borgarfjörð. Farið verður um Þingvelli og Kaldadal í Hvítársíðuna að Fljótstungu og staldra við í hellinum Víðgelmi. Þaðan er haldið í Reykholt þar sem staðurinn  er skoðaður og síðan er boðið upp á kaffihlaðborð. Nokkrir staðir verða heimsóttir á leiðinni til  Reykjavíkur, líklega komið við í Landnámssetrinu í Borgarnesi sem er nýopnað og lýsir vel landnámstíma þessa svæðis. Þetta verður skemmtileg ferð á nýja og spennandi staði sem ekki hafa verið skoðaðir í dagsferðurm Eflingar áður.

Ferðadagar eru 9. og 16. september.
Innritun hefst 3.júlí n.k. á skrifstofu Eflingar eða í síma 510 7500.
Verð kr. 3000.-