Sjálfstyrkingarnámskeið
Eflum sjálfstraust – styrkjum sjálfsmyndina
– Eitt vinsælasta námskeiðið meðal Eflingarfélaga aftur af stað
Að venju mun Efling bjóða öllum félagsmönnum að sækja sjálfstyrkingarnámskeiðin vinsælu nú í haust. Boðið er uppá grunnnámskeið og framhaldsnámskeið en mikil eftirspurn hefur verið eftir framhaldsnámskeiði hjá þeim sem hafa klárað fyrra námskeiðið. Mörg dæmi eru um að félagsmenn sem hafa sótt þessi námskeið hafi séð á sér nýjar hliðar. Sjálfstyrkingarnámskeiðin hafa jafnvel orðið hvati til þess að félagsmenn hafa sótt sér frekara nám og þekkingu.
Sjálfstyrking I
Á fyrra námskeiðinu verður fjallað um mismunandi framkomu og áhrif hennar á samskipti. Hvað eflir og hvað dregur úr sjálfstrausti og áhrif góðrar sjálfsmyndar á starfsandann? Hvernig geta starfsmenn skapað gott andrúmsloft og góða samvinnu? Farið er í mikilvægi þess að fólk setji sér markmið.
Sjálfstyrking II
Á sjálfstyrkingu II er unnið með þau hugtök sem kynnt voru á sjálfstyrkingarnámskeiði I. Fjallað er um áhrif streitu á sjálfsmynd, samskipti og líðan.
Til að öðlast góða og sterka sjálfsmynd er hverjum einstaklingi mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá þeim aðstæðum sem hann býr við í samskiptum í daglegu lífi. Með því að sækja sjálfstyrkingarnámskeið geta einstaklingar fengið leiðbeiningar, upplýsingar, umræður og skoðanaskipti um það hvernig einstaklingar geta byggt sig upp.
Hvort námskeið er 12 kennslustundir og er kennt á þremur kvöldum. Kennsla fer fram í fræðslusetri Eflingar-stéttarfélags að Sætúni 1, 4 hæð og eru þau kennd á eftirfarandi dagsetningum og tímum.
Sjálfstyrkingarnámskeið I
Dagana 2., 4., og 9. október kl. 19-22.
Sjálfstyrkingarnámskeið II
Dagana 20., 22., og 27. nóvember kl. 19-22.
Námskeiðin eru opin öllum Eflingarfélögum og eru ókeypis. Skráning er hjá Eflingu í síma 510 7500 eða í tölvupóst á netfangið efling@efling.is