Sterkir strákar!

12. 09, 2006


Sterkir strákar!

Efling ætlar að bjóða öllum körlum sem eru félagsmenn að sækja mjög spennandi námskeið nú í haust.

Á námskeiðinu er fjallað um mismunandi framkomu og áhrif hennar á samskipti. Hvað eflir og hva dregur úr sjálfstrausti og hver eru áhrif góðrar sjálfsmyndar á starfsandann?  Hvernig geta starfsmenn skapað gott andrúmsloft og góða samvinnu? Farið er í mikilvægi þess að setja sér markmið.

Til að öðlast góða og sterka sjálfsmynd er hverjum einstaklingi mikilvægt að skoða sjálfan sig út frá þeim aðstæðum sem hann býr við í samskiptum í daglegu lífi. Með því að sækja námskeiðið fá þátttakendur leiðbeiningar, upplýsingar, umræður og skoðanaskipti um það hvernig hægt er að byggja sig upp til framtíðar. 

Námskeiðið er 12 kennslustundir og er kennt á þremur kvöldum.  Kennsla fer fram í fræðslusetri  Eflingar-stéttarfélags að Sætúni 1., 4 hæð og eru þau kennd dagana 18., 23., og 25 október.

Námskeiðið er opið öllum körlum sem eru Eflingarfélagar og er ókeypis. Skráning er hjá Eflingu í síma 510 – 7500 eða efling@efling.is