Select Page

Orkuveitan

Kaupaukasamningur samþykktur

Gerður hefur verið nýr samningur um kaupaukakerfi hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn var samþykktur í vikunni í atkvæðagreiðslu starfsmanna sem eru félagsmenn Eflingar-stéttarfélags, en samningurinn tekur einnig til iðnaðarmanna hjá fyrirtækinu.  Með samningnum verður grundvallarbreyting á fyrirkomulagi útreikninga kaupaukans hjá OR.

Aðal breytingarnar frá eldra kerfi eru þær að nú er innifalið í hverri verkeiningu hversu míkill kaupauka og tíma hver verkeiningin skuli fela í sér. Þar af leiðandi verður skráning kaupauka sjálfvirk og sparast við það tími og pappírskostnaður. Með þessu verða það hagsmunir OR og starfsmanna þeir sömu þ.e. að selja sem flestar verkeiningar. Samningurinn á þannig að einfalda kerfið og gera það sanngjarnara fyrir starfsmenn. Þessi samningur nær bæði til iðnaðarmann og verkamanna.

Í atkvæðagreiðslu starfsmanna OR sem eru í Eflingu – stéttarfélagi og starfa samkvæmt kaupauka var samningurinn samþykktur með 14 atkvæðum eða 58,3 % gegn 8 eða 33,3 %. Auðir seðlar voru 2 eða 8,4%.

Á kjörskrá voru 39 starfsmenn.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere