Erlendir starfsmenn yfir 20% í Eflingu

Erlendir starfsmenn yfir 20% í Eflingu

Pólverjum fjölgað hratt á undanförnum mánuðum

 
Frá árinu 2000 hefur hlutfall erlendra starfsmanna á vinnumarkaði fjölgað úr 5% í yfir 20%. Langmesta aukningin hefur verið nú á undanförnum mánuðum og  eru Pólverjar þar fjölmennastir eða yfir 1200 manns. Erlendir félagsmenn Eflingar eru nú um 4000.
 

Flestir starfa við ræstingar og í byggingarvinnu

Það kemur ekki á óvart að flestir erlendir starfsmenn eru í ræstingarstörfum og eins byggingarstörfum. Þó hefur þessi hópur í auknum mæli sótt inn á fleiri iðnaðarstörf og eins umönnunarstörf.
 

Skipting eftir aldri og kyni


Þegar aldurskipting erlendra félagsmanna er skoðuð, kemur í ljós að hún er talsvert frábrugðin aldursskiptingu almennt hjá félagsmönnum Eflingar. 70% erlendra félagsmanna eru milli 20 og 40 eða á hefðbundnum barnseignaraldri. Enda hefur komið í ljós að með auknu erlendu vinnuafli hefur samhliða orðið töluverð aukning erlendra barna í leik- og grunnskólum landsins.
 
Þá er kynjaskiptingin frábrugðnari hjá erlenda hópnum, en þar er fjöldi karla um 60% og konur eru um 40%. Meðal félagsmanna Eflingar almennt er skipting eftir kyni þannig að konur eru 55% og karlar 45%.