Niðurstöður úr nýrri viðhorfskönnun
Betri fjárhagsstaða nú en fyrir 3 árum
Capacent Gallup vann í septembermánuði viðhorfskönnun meðal félagsmanna Eflingar og annarra aðildarfélaga innan Starfsgreinasambandsins. Þetta er í fimmta sinn sem samsvarandi könnun hefur verið gerð frá 2002 fyrir Eflingu, Hlíf og VSFK í Keflavík. Það eru athyglisverðar upplýsingar sem liggja fyrir í könnuninni og mun Fréttablað Eflingar greina frá nokkrum atriðum hér, en vísað er til heimasíðu félagsins um frekari upplýsingar.
Langur vinnutími
Meðalvinnustundir eru tæplega 50 stundir á viku hjá þeim sem vinna fullt starf eða 53,4 stundir hjá körlum og 44,2 stundir hjá konum.
Meðalyfirvinnustundir eru 9,5 stundir á viku eða 12,2 stundir hjá körlum og 5,2 stundir hjá konum. Sé þetta greint eftir störfum, þá eru meðalyfirvinnutími tækjamanna og bílstjóra yfir 17 stundir á viku.
Þá kom fram að tæp 19% félagsmanna höfðu ekkert frí tekið það sem af er þessu ári.
Meðalyfirvinnustundir eru 9,5 stundir á viku eða 12,2 stundir hjá körlum og 5,2 stundir hjá konum. Sé þetta greint eftir störfum, þá eru meðalyfirvinnutími tækjamanna og bílstjóra yfir 17 stundir á viku.
Þá kom fram að tæp 19% félagsmanna höfðu ekkert frí tekið það sem af er þessu ári.
Betri fjárhagsstaða nú en fyrir þremur árum
Meðalheildarlaun þeirra sem eru í fullu starfi eru nú 245 þúsund kr. eða 272 þúsund hjá körlum og 195 þúsund hjá konum. Meðaldagvinnulaun karla í fullu starfi eru nú 177 þúsund kr. og hjá konum eru þau 166 þúsund. Þá kemur í ljós að meðaldagvinnulaun fyrir fullt starf í umönnun vermir enn neðsta sætið með 156 þúsund kr. á mánuði en hefur þó tekið verulegt stökk frá því í mars 2005 þegar meðaldagvinnulaun í umönnun voru 126 þúsund kr. á mánuði.
Yfir 60% félagsmanna telur að fjárhagsstaða þeirra sé betri nú en fyrir þremur árum og er hlutfallið ívið hærra hjá körlum en konum eða 66%.
Mun fleiri karlar en konur hafa óskað eftir launahækkunum umfram samningsbundnar hækkanir, eða 35% karla á móti 22% kvenna.
Yfir 60% félagsmanna telur að fjárhagsstaða þeirra sé betri nú en fyrir þremur árum og er hlutfallið ívið hærra hjá körlum en konum eða 66%.
Mun fleiri karlar en konur hafa óskað eftir launahækkunum umfram samningsbundnar hækkanir, eða 35% karla á móti 22% kvenna.
Hverjir sækja helst námskeið ?
Félagsmenn sem starfa við umönnun þekkja best rétt sinn til að sækja námskeið og eru jafnframt duglegastir að nýta sér þau réttindi. Þá eru mun fleiri konur en karlar sem sækja námskeið.
Nýjar sjúkrasjóðsreglur
Tæp 63% félagsmanna eru ánægðir með nýjar reglur sjúkrasjóðs, en helsta breytingin er að upphæð greiðslna úr sjúkrasjóði eru nú reiknaðar sem hlutfall að launum, þ.e. tekjutenging.
Tæp 63% félagsmanna eru ánægðir með nýjar reglur sjúkrasjóðs, en helsta breytingin er að upphæð greiðslna úr sjúkrasjóði eru nú reiknaðar sem hlutfall að launum, þ.e. tekjutenging.
Neytendamál og fleira
Konur eru mun duglegri en karlar að fylgjast með tilboðum matvöruverslana á nauðsynjavörum en yfir 65% karla segist ekki fylgjast með tilboðum og tæp 38% kvenna. Þá er athyglisvert að sjá að þeir sem starfa við umönnun segjast fylgjast vel með tilboðum matvöruverslana eða um 50%, en einungis 35% svara þessu til þegar hópurinn er skoðaður í heild sinni.
Þegar spurt var um sjónvarpsáhorf kom í ljós að flestir horfa á Ríkissjónvarpið, en það var helst yngsti aldurshópurinn sem horfir á Sirkus.
37,3% félagsmanna höfðu á síðustu tveimur árum leitað eftir tilboði í tryggingar og var þetta hlutfall hærra hjá þeim sem höfðu heildartekjur yfir 250 þúsund kr. á mánuði eða 46%.
Þegar spurt var um sjónvarpsáhorf kom í ljós að flestir horfa á Ríkissjónvarpið, en það var helst yngsti aldurshópurinn sem horfir á Sirkus.
37,3% félagsmanna höfðu á síðustu tveimur árum leitað eftir tilboði í tryggingar og var þetta hlutfall hærra hjá þeim sem höfðu heildartekjur yfir 250 þúsund kr. á mánuði eða 46%.
Hægt er að nálgast niðurstöður könnunarinnar í heild sinni á heimasíðu félagsins: www.efling.is