Kjarabreytingar frá 1. janúar 2007

Kjarabreytingar frá 1. janúar 2007

 
Frá 1. janúar 2007 taka í gildi ýmsar breytingar, bæði út frá kjarasamningum og eins vegna samkomulags um endurskoðun þeirra.
 
Á almennum vinnumarkaði hækka laun um 2,9% í samræmi við endurskoðun kjarasamnings frá nóvember 2005, sjá nánar á síðunni /kjaramal
Hjá ríki/hjúkrunarheimilum og sjálfseignarstofnunum hækka laun einnig um 2,9% frá 1. janúar en hjá Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum hækka laun um 3%.
Frá áramótum verða lágmarkstekjur fyrir fullt starf 125.000 kr.
Skatthlutfall staðgreiðslu lækkar í 35,72% og persónuafsláttur hækkar í 32.150 krónur á mánuði.
Þá hækkar framlag atvinnurekanda í lífeyrissjóð úr 7% í 8% á almennum vinnumarkaði og verður þá lágmarksframlag í lífeyrissjóð 12%, þar sem að launamaður greiðir áfram 4%.  Um áramótin hækkar einnig framlag atvinnurekanda í starfsmenntasjóð og fer í  0,15%