Landnemaskólinn gefur tækifæri

19. 01, 2007


Ingibjörg Stefánsdóttir afhendir viðurkenningarskjölin

Ánægðir nemendur útskrifaðir

Landnemaskólinn gefur tækifæri

Rétt fyrir jólin var útskrifaður hópur nemenda úr Landnemaskólanum en fram kom að þeir voru mjög ánægðir með það nám sem þeir höfðu stundað undanfarna mánuði í skólanum. Skólinn er ætlaður útlendingum sem hafa verið um tíma starfandi á vinnumarkaði en vilja ná betri tökum á íslensku og öðrum grunnnámsgreinum, en einnig er um fræðslu um íslenskt samfélag að ræða. Boðið er upp á þetta nám árlega á vegum Mímis Símenntunar í samstarfi við Eflingu.
Þetta er í áttunda sinn sem Landnemaskólinn starfar í samstarfi við Eflingu. Það hefur komið í ljós að þeir nemendur sem fara í Landnemaskólann eiga mun auðveldara með að ná tökum á íslensku og um leið og fólk nær betri tökum á málinu leiðir það oft til betri samskipta á vinnustað og í einkalífi.
Í Landnemaskólanum er einnig veitt fræðsla um samfélagið og farið í heimsóknir á vinnustaði og menningarstofnanir. Nemendurnir sögðu að það væri mjög gaman að fá að vita meira um íslenskt samfélag, sögu og menningu þess.