Ferðaþjónustan

13. 03, 2007

Ferðaþjónustan

Nýtt og spennandi nám í boði

Nýju námi í ferðaþjónustunni hefur verið hleypt af stokkunum. Námið er kærkomið tækifæri fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu til að bæta stöðu sína og auka gildi sitt og verðmæti í starfi.  Margar áhugaverðar námsgreinar eru á námsskránni og er hægt að fræðast nánar um innihald þess og hvenær það verður  í boði hjá Mími símenntun.
Starfsgreinasambandið og Samtök ferðaþjónustunnar hafa haft forgöngu um þróun námsins í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.  Efling, Mímir, Starfsafl og fleiri hafa einnig tekið virkan þátt í að móta námið.  Nýja námið ber heitið “Kennum ferðaþjónustu“.  Það mun hefjast sem tilraunaverkefni á tveimur stöðum í mars ; hjá Mími í Reykjavík og Símey á Akureyri.  Endanleg námsskrá frá Fræðslumiðstöðinni verður síðan tilbúin fyrir næsta haust.
 Um er að ræða 60 stunda nám sem skipt er  upp í 20 kennslustunda lotur. Námið kemur til með að verða einingabært á framhaldsskólastigi sem nemur 5 einingum.