Select Page

Það var létt yfir útskriftarhópnum í vorblíðunni

Lesblindunámskeið breyta lífinu!

Þann 8. maí sl. voru sextán nemendur útskrifaðir af lesblindunámskeiði hjá Mími- Símenntun. Námskeiðið bar yfirskriftina ,,Aftur í nám” og er byggt á svokallaðri Ron Davids aðferð. Þetta var í  ellefta sinn sem nemendahópur útskrifast úr þessu námi og eru því um 150 nemendur sem hafa nýtt sér þessa leið.  Nokkur ávörp voru flutt og þar kom m.a. fram að hópurinn hefði verið samstilltur og nemendur hefðu sýnt mikið hugrekki þegar þeir ákváðu að takast á við lesblinduna. Tveri nemendur tóku til máls og voru þeir báðir sammála um að námið væri mjög gott og mundi nýtast þeim vel í framtíðinni.

Myndatexti:  Það var létt yfir útskriftarhópnum í vorblíðunni

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere