Treystum velferðina
1. maí var haldinn með svipuðu sniði og undanfarin ár undir kjörorðinu ,,Velferð fyrir alla’’. Safnast var saman við Hlemm og gengið niður Laugaveginn á Ingólfstorg undir forystu Lúðrasveitar Verkalýðsins. Grétar M. Þorsteinsson forseti ASÍ gerði velferðarsamfélagið að umræðuefni í sínu ávarpi og sagði m.a. ,, þau samfélög sem hafa velferðarhugsjón verkalýðshreyfingarinnar að leiðarljósi eru þau samfélög sem hafa skapað íbúum sínum mesta almenna velferð og lífsgæði.
En sumir stjórnmálamenn hér á landi finna velferðarkerfum flest til foráttu og telja slík kerfi að norrænni fyrirmynd ekki eftirsóknarverð. Að ávörpum loknum léku Hljómsveitin Baggalútur og Gospelkór Reykjavíkur við góðar undirtektir fundargesta. Efling var með opið hús í Kiwanishúsinu við Engjateig og komu á annað þúsund manns með fjölskyldur sínar og þáðu veitingar í tilefni dagsins.