Efling skorar á stjórn Granda
Áfram landvinnslu í Reykjavík
Á stjórnarfundi Eflingar-stéttarfélags í gær samþykkti stjórnin samhljóða ályktun um að skora á HB Granda að endurskoða ákvörðun fyrirtækisins um að hætta allri landvinnslu í Reykjavík. Rök HB Granda fyrir flutningunum hafa verið fyrirhugaður samdráttur í þorskveiðum á næsta fiskveiðiári. Þar sem þorskur hefur ekki verið unninn hjá fyrirtækinu í Reykjavík um árabil og HB Grandi verður áfram einn stærsti handhafi þorskígilda á landinu standast forsendur fyrirtækisins fyrir flutningi ekki, segir stjórnin í ályktun um málið.