Veglegir vinningar í boði
Tökum vel á móti Gallup
Þessa dagana er Capacent Gallup að gera viðhorfskönnun meðal félagsmanna Eflingar. Þetta er símakönnun, en einnig mun félagsmönnum gefast kostur á að svara á netinu. Sérstök áhersla verður lögð á að kanna viðhorf félagsmanna til komandi kjarasamninga og skoða kjaraþróun einstakra hópa. Eins og áður verður farið með öll svör sem trúnaðarmál.
Félagið hvetur félagsmenn til að taka vel á móti Gallup spyrlum og verða niðurstöðurnar birtar í Eflingarblaðinu og á heimasíðu félagsins.
Þeir sem taka þátt eiga möguleika á að vinna sér inn 100 þúsund krónur eða dvelja í einu af orlofshúsum Eflingar eða dvelja í íbúð í Kaupmannahöfn.
Gallup kannanir Flóans hafa verið mikil uppspretta þekkingar í félaginu á undanförnum árum. Félagið hefur með árlegum könnunum safnað saman mikilli vitneskju um viðhorf félagsmanna til mikilvægra þátta er varða kjarasamninga, réttindi og ýmis önnur atriði er varða félagsmenn miklu svo sem verðlagsmál, tryggingar og fleira.
Þeim mun hærra svarhlutfall sem Gallup nær í könnunum því marktækari verða þær og betra veganesti inn í komandi samninga. Það er því mikilvægt fyrir félagsmennina að félagið hafi eins góðar upplýsingar eins og kostur er um launakjör og önnur mikilvæg atriði.