Reykjavíkurborg hækkar launaviðmiðanir

24. 10, 2007

Viðkomandi samningsákvæði lítur þannig út eftir breytingar:

Launaflokkar vegna starfsþróunar samkvæmt símenntunaráætlun stofnunar.
Gert er ráð fyrir að hver stofnun/fyrirtæki setji fram símenntunaráætlun
fyrir alla starfsmenn í starfsáætlun sinni í starfsmannamálum til að
tryggja eðlilega starfsþróun og símenntun starfsmanna í samræmi við
starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar. Starfsmaður, sem tekur virkan þátt í
símenntunaráætlun, á rétt á hærri launum en ella. Forsenda
launaflokkahækkunar þessarar er staðfest þátttaka starfsmanns í
símenntunaráætlun stofnunar/fyrirtækis. Þessi laun geta breyst.

Launaflokkar samkvæmt ofangreindu geta verið alls sex skv. eftirfarandi:

Eftir 1 ár í starfi hjá Reykjavíkurborg         Röðun einum launaflokk ofar en ella.
Eftir 3 ár í starfi hjá Reykjavíkurborg         Röðun einum launaflokk ofar en ella.
Eftir 5 ár í starfi hjá Reykjavíkurborg         Röðun einum launaflokk ofar en ella.
Eftir 7 ár í starfi hjá Reykjavíkurborg         Röðun einum launaflokk ofar en ella.
Eftir 9 ár í starfi hjá Reykjavíkurborg         Röðun einum launaflokk ofar en ella.
Eftir 12 ár í starfi hjá Reykjavíkurborg        Röðun einum launaflokk ofar en ella.

Þá skal einnig meta starfstíma starfsmanns sem starfað hefur í sambærilegu
starfi á föstu mánaðarkaupi hjá öðru sveitarfélagi eða ríki enda liggi
staðfesting fyrri vinnuveitanda fyrir.

Hafi starfsmaður fengið launa-flokk/a vegna virkrar þátttöku í
símenntunaráætlun stofnunar en sinnir ekki lengur þeirri skyldu án
lögmætra forfalla missir hann þann/þá -launaflokk/a er hann hefur fengið.
Áður en til þess getur komið ber yfirmanni að greina starfsmanni frá að
hann muni missa þennan rétt ef hann bæti ekki virkni sína skv.
símenntunaráætlun og ber að útskýra fyrir starfsmanni hvernig hann getur
bætt sig. Starfsmaður getur óskað eftir að trúnaðarmaður sé viðstaddur
slíkt samtal.