Þóra María Stefánsdóttir með afmælisgjafir sem Helga Alexandersdóttir, leikskólastjóri t.v. afhenti henni á útisvæði leikskólans.
40 ár á leikskóla og aldrei langað að skipta um starf.
Mikil gleði ríkti í leikskólanum Laugaborg þegar Þóra María Stefánsdóttir fagnaði 40 ára starfsafmæli í hópi barna og samstarfsfólks. Safnast var saman á leiksvæðinu og íslenski fáninn dregin að húni á meðan börnin sungu afmælissönginn. Að því loknu afhenti Helga Alexandersdóttir leikskólastjóri afmælisbarninu gjafir frá leikskólanum og foreldrum barnanna. Þóra segist hafa byrjað að vinna í leikskólanum þegar hún var 18 ára, ári eftir að Laugaborg tók til starfa 1966 og hafi hún unnið flest störf sem til falla á leikskólanum.
Hún segir líka að starfið á hafi breyst mikið og núna sé t.d. mun meiri áhersla lögð á fræðslu. Þóra segir að henni hafi aldrei langað til að skipta um starf. Mér hefur alltaf liðið vel hér innan um börnin og ég hef átt því láni að fagna að vinna með frábæru samstarfsfólki alla tíð.