Dregið í happdrætti Gallupkönnunar

11. 10, 2007


Guðmundur Þ Jónsson 2. varaformaður Eflingar afhendir Bryndísi Höllu Guðmundsdóttur vinninginn. Með þeim á myndinni eru  Halldóra  Bjarnadóttir og Selma Antonsdóttir. 

Dregið í happdrætti Gallupkönnunar

Allir félagsmenn sem tóku þátt í  Gallup könnun Flóafélaganna í ágústmánuði sl. fóru í happdrættispott hjá Gallup. Veglegir vinningar voru í boði hjá stéttarfélögunum og nú hefur Gallup dregið út vinningshafana. Bryndís Halla Guðmundsdóttir, sem starfar við umönnun á  Múlabæ hlaut aðalvinninginn að upphæð 100 þúsund krónur. Bryndis Halla sagði að vinningurinn kæmi sér mjög vel og núna gæti hún látið verða af því að skipta um þvottavél.
Aðspurð hvaða væntingar hún hefði til könnunarinnar sagðist Bryndís Halla vona að hún ætti eftir að verða til þess að laun umönnunarstarfsmanna ættu eftir að hækka verulega og að meiri virðing verði borinn fyrir þeim sem starfa við umönnun.
Vikudvöl í orlofshúsi að eigin vali hjá stéttarfélögunum hlutu þær Erika Steinmann sem starfar hjá Skógarbæ og Herborg Ellen Stefánsdóttir, sem starfar á leikskólanum Gimli í Keflavík.
Stéttarfélögin þakka öllum þeim félagsmönnum sem tóku þátt í launakönnuninni og óska vinningshöfum til hamingju með vinningana.