Viðræðuáætlun vegna endurnýjunar kjarasamninga aðila sem verða lausir 1. 1. 2008.
1. Upphaf samningaviðræðna
Í október 2007 komi aðilar saman til fundar til undirbúnings viðræðna um nýja kjarasamninga þar sem rætt verði um reynslu af gildandi samningum, framgang viðræðna, fyrirkomulag funda, nauðsynlega gagnaöflun og tengd atriði.
2. Markmið samninga
Í október 2007 kynna samningsaðilar meginmarkmið fyrir komandi samningsgerð. Þar skal lýsa markmiðum varðandi þróun verðlags, kaupmáttar og atvinnustigs svo og hugmyndum um samningstíma og samningforsendur.
3. Samningssvið
Samningurinn/samningarnir nái til allra félagsmanna þeirra félaga sem aðild eiga að viðræðuáætlun þessari.
4. Samningsumboð
Í október 2007 kynni samningsaðilar hvernig samninganefndir eru skipaðar og umboð nefndanna.
5. Sérmál önnur en kaupliðir
Í október 2007 kynni aðilar óskir um breytingar á ákvæðum kjarasamninga, öðrum en þeim sem lúta að kaupliðum. Viðræður verði skipulagðar um einstaka þætti, þar með talda sérsamninga sem óskað er breytinga á.
6. Kaupliðir
Eigi síðar en í nóvember 2007 hefjist viðræður um kaupliði kjarasamnings. Jafnframt verði haldið áfram umræðum um aðra þætti að því marki sem lausn ágreiningsefna um þá kann að tengjast umræðu um kaupliði, þ.m.t. launataxta og álagsgreiðslur.
7. Um aðstoð sáttasemjara
Markmið aðila er að ljúka samningsgerð fyrir miðjan desember 2007. Hafi samningar ekki komist á fyrir 31. desember 2007 er hvorum aðila heimilt að fela ríkissáttasemjara stjórn viðræðna.
8. Staðsetning funda
Fundir skulu að jafnaði haldnir í húsakynnum ríkissáttasemjara nema samkomulag sé um annað. Fundir verði eftir því sem unnt er haldnir í venjulegum vinnutíma.
Reykjavík, 19. október 2007.
F.h. Eflingar – stéttarfélags F.h. Samtaka atvinnulífsins
F.h. Verkalýðsfélagsins Hlífar
F.h. Verkalýðs – og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis
F.h. Verkalýðs- og sjómannafélagsins Boðans