Samningar við ríkið í undirbúningi

24. 01, 2008

Samningar við ríkið í undirbúningi

Kjarasamningar við fjármálaráðherra og tengdar ríkisstofnanir þar á meðal hjúkrunarheimili, Landsspítalann og fleiri heilbrigðisstofnanir rennur út í lok mars á þessu ári.  Kjarasamningurinn sem gildir fyrir félagsfólk Eflingar á þessu sviði er unninn í samvinnu við Starfsgreinasamband Íslands og hefur þegar verið undirrituð viðræðuáætlun við ríkið.  Samkvæmt henni skulu aðilar hefja viðræður í febrúar og kynna helstu markmið samninganna fyrir lok næsta mánaðar.

Það er hagfræðingur Eflingar, Harpa Ólafsdóttir og Sigurrós Kristinsdóttir 1. varaformaður félagsins sem hafa byrjað undirbúning vegna þessa kjarasamnings. Hafin er vinna við skipan samninganefndar og strax og hún liggur fyrir verður farið í mótun kröfugerðar.