Viðræður við SA

24. 01, 2008

Viðræður við SA

Tekist á um meginforsendur

Það er ennþá verið að ræða meginforsendur samninganna við Samtök atvinnulífsins, segir Sigurður Bessason, formaður samninganefndar Flóafélaganna. Það er ekki ekki komin niðurstaða varðandi samningstíma en við höfum verið að ræða bæði um samningstímann, innihald samningsins og forsendur framlengingar ef um lengri samning en til tveggja ára verður að ræða sagði hann.
Nokkur umræða hefur að undanförnu verið í fjölmiðlum um hvort rétt sé á þessum tíma að undirbúa aðgerðir gagnvart atvinnurekendum til að þrýsta enn frekar á árangur í viðræðunum. Sigurður segir að á þessu stigi sé verið að reyna að vinna sig áfram í viðræðunum og ekki sé rétt á þessu stigi að undirbúa aðgerðir á sama tíma.
Ef enginn árangur verður á næstunni í viðræðunum kemur að því að við þurfum að undirbúa okkur undir næstu stig í málinu. Það gerum við að vel athuguðu máli með viðræðu- og samninganefnd Flóans, segir Sigurður að lokum.