Select Page

Faghópur leikskólaliða stofnaður í gærkvöldi

Það mun heyrast vel frá þessum hópi

– segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður

Þetta var ótrúlega skemmtilegur fundur í gær þegar við stofnuðum faghóp leikskólaliða, segir Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar. Það er mín tilfinning að þessi hópur eigi eftir að láta heyra í sér í félaginu og við eigum að vera mjög ánægð með það. Það sem einkenndi þennan fund var mikill áhugi á stofnun hópsins og viðbótarnámi og um þetta allt mynduðust fjörugar umræður, segir hún.
Meira
Faghópurinn var stofnaður á fundinum og gengið var frá samþykktum fyrir hann.  Ný stjórn var kosinfyrir hópinn og  aðalfundur ákveðinn 28. apríl í Kiwanishúsinu. Þar ætlum við að fá gestafyrirlesara og niðurstöður úr könnun um framhaldsnám verða kynntar. Þetta er  rosalega áhugasamur og öflugur hópur, segir Sigurrós.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere