Select Page

Söguleg ákvörðun

Efling sameinast Boðanum


Mikil eindrægni ríkti á fundinum

Aðalfundur Eflingar 23. apríl sl. samþykkti einróma að sameinast Verkalýðs- og sjómannafélaginu Boðanum. Þetta er mjög söguleg ákvörðun, segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Okkur þykir mjög mikilvægt að bæði félögin hafa samþykkt þetta með svo afgerandi hætti, fyrst Boðinn með nánast samhljóða atkvæðagreiðslu og svo Efling núna einróma, segir hann. Það auðveldar okkur vinnuna framundan að hafa svona samhljóm í baklandinu og nú munum við hefja hinn eiginlega undirbúning sameiningarinnar þar sem bæði félögin hafa heimilað okkur að fara í þessa vinnu, segir Sigurður.

Samkvæmt samþykkt aðalfundarins munu félögin sameinast frá 1. janúar 2009 en áfram verður skrifstofa í Hveragerði á gamla félagssvæði Boðans. Við breytinguna færist félagssvæði Eflingar yfir Grafningshrepp, Hveragerðisbæ og Sveitarfélagið Ölfus. Einnig verður til sjómannadeild í Eflingu og félagið fær aðild að Sjómannasambandi Íslands.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere