Select Page

Nýr kjarasamningur við ríki til marsloka á næsta ári

Veruleg hækkun grunnlauna

Að loknum stífum fundahöldum í húsakynnum ríkissáttasemjara var gengið frá nýjum kjarasamningi við ríkið upp úr miðnætti í gær.  Samningstíminn er til ellefu mánaða eða frá 1. maí 2008 til 31. mars 2009.  Tekin var upp ný launatafla en launataxtar hækka að meðaltali um tæp 14% eða 20.300 kr. 
Starfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu í ræstingu fá 17.000 króna uppbót sem verður greidd út 1. desember 2008.
Réttur foreldra til að vera hjá veikum börnum sínum var aukinn en nú hafa foreldrar rétt á 12 dögum á ári í stað 10 áður. 
Þá mun launagreiðandi greiða 0,13% endurhæfingargjald á móti samskonar framlagi frá ríkissjóði.  Til viðbótar er gert ráð fyrir framlagi frá lífeyrissjóði í sama hlutfalli frá árinu 2010.  Tryggt var sambærilegt framlag til endurhæfingar og samið var um á almennum markaði.  Markmiðið er að veita úrræði fyrir þá starfsmenn sem veikjast til lengri tíma og/eða slasast þannig að vinnugeta skerðist. Nýr endurhæfingarsjóður verður öflug stoð til að takast á við vaxandi örorku og styðja þá sem lenda í skertri vinnugetu til áframhaldandi starfa á vinnumarkaði.  Framlag í sjúkrasjóð hækkar um 0,2% frá 1. janúar 2009 og fer því í 0,75%. 
Orlofsuppbót fer í 24.300 kr. og desemberupbót í 44.100 kr.
Félagsmönnum verður nú kynntur samningurinn á næstu dögum og er stefnt að því að atkvæðagreiðslu verði lokið fyrir 20. júní. 

Nánari upplýsingar má nálgast hér

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere