SFH bíður fjárheimilda

SFH bíður fjárheimilda

Hjúkrunarheimilin á bið

Sú staða er komin upp í kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu – SFH – að ekki er unnt að undirrita kjarasamninga við hjúkrunarheimilin þar til tryggt hefur verið að sambærilegt fé berist til fyrirtækjanna sem heyra undir SFH og það fjármagn sem fer til ríkisstofnana.

Fyrirtækin sem heyra undir SFH eru meðal annars Hrafnistuheimilin, Grund, Skógarbær, Sóltún og Sunnuhlíð og eru forsvarsmenn þeirra ekki reiðubúnir að ganga frá undirskrift samnings vegna félagsmanna Eflingar fyrr en þeir hafa tryggt sér það fésem þeir telja að þurfi til frá ríkisvaldinu.  Ganga þarf frá fjárheimildum við bæði heilbrigðis- og fjármálaráðuneytið áður en að skrifað verði undir samninga við Eflingu.