Select Page

Mikil stífni í samningum við Orkuveituna

Viðræðum frestað

Eftir þrotlausar setur í húsakynnum ríkissáttasemjara var viðræðum samninganefndar Eflingar við Orkuveituna frestað í gærkvöldi, fimmtudagskvöld.  Það hefur reynt talsvert á þolrif samninganefndarinnar að undanförnu. Allt frá upphafi viðræðna hefur samninganefndin mætt mikilli stífni af hálfu Orkuveitunnar og virðast samningamenn OR vera í allt öðrum hugleiðingum en að semja við sitt fólk um launahækkanir á svipuðum nótum og gert hefur verið við aðra sambærilega hópa nú undanfarið. Í samninganefnd Eflingar eru fulltrúar starfsfólks sem sinna fjölbreyttum störfum hjá Orkuveitunni, svo sem útistörfum við lagnavinnu, mötuneytisstörfum, ræstingu og vinnu við fráveitu

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere