Hjúkrunarheimili SFH
Mikið fylgi við samkomulagið
Talið var í dag í atkvæðagreiðslu um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Eflingar, Hlífar í Hafnarfirði og Boðans við SFH þ.e. Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Mikið fylgi var við samkomulagið og greiddu 95.6% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni atkvæði með samningnum. 4.4% voru andvígir samkomulaginu. Alls greiddu 427 atkvæði sem er um þriðjungur af þeim sem voru á kjörskrá félaganna.