Kjarasamningur við ríkið
Samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta
Í dag voru talin atkvæði í póstatkvæðagreiðslu Starfsgreinasambandsfélaganna þar á meðal Eflingar-stéttarfélags um nýjan kjarasamning við ríkið. Alls voru 2.139 á kjörskrá og féllu atkvæði þannig að 616 eða 91% samþykkti samninginn. 8%félagsmanna eða 55 manns greiddu atkvæði gegn samningnum og ógild atkvæði voru 6. Samningurinn telst því samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.