Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu
Samningur undirritaður á mánudag
Mikillar óþreyju hefur gætt á hjúkrunarheimilunum sem starfa á kjarasamningum sem gerðir eru við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Beðið hefur verið samþykktar fjármálaráðuneytisins til að undirrita kjarasamningana en nú hefur verið ákveðið að samningarnir verði undirritaðir á mánudagmogun 23. júní og mun atkvæðagreiðsla um samningana hefjast strax þann dag og standa fram að hádegi á miðvikudag 25. júní. Mikilvægt er að geta gengið frá samþykkt þessara samninga fyrir þennan tíma svo unnt verði að keyra launakeyrslur um þessi mánaðamót en samningurinn gildir frá 1. maí sl.
Aðilar að þessum samningi eru Hrafnistuheimilin, Grund, Víðines, Vífilsstaðir, Ás í Hveragerði, Öldungur, Skógarbær, Sunnuhlíð, Sjálfsbjargarheimilið, HNLFÍ í Hveragerði og SÁÁ.
Kjörfundir verða auglýstir á vinnustöðunum og eru félagsmenn stéttarfélaganna beðnir að fylgjast með þeim en auk þess verður kjörfundur á Eflingu fyrir félagsmenn þess félags frá hádegi á mánudag.