Select Page

Spennandi dagsferðir Eflingar 30. ágúst og 6. september

Hítarvatn og Skógarströnd

Dagsferðir Eflingar – stéttarfélags hafa verið mjög vinsælar undanfarin ár. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið boðið upp á tvær dagsetningar og er svo einnig í ár. Ferðirnar í haust verða dagana 30. ágúst og 6. september. Að þessu sinni verður farið  að Hítarvatni og um Skógarströnd.  Stoppað verður í Félagsheimilinu Breiðablik og í Bjarnarhöfn. Kaffi verður drukkið á Hótel Borgarnesi á leiðinni heim.

Eins og nafnið bendir til er Hítarvatn í Hítardal í mjög fallegu umhverfi. Vatnið er ekki í  alfaraleið og þess vegna getur þetta verið nýr áfangastaður fyrir marga.
Við förum yfir Heydalinn á Skógarströndina. Fallega sveit á norðanverðu Snæfellsnesi  þar sem  góður leiðsögumaður getur sagt okkur frá mörgu skemmtilegu. Til baka verður farið yfir Vatnsdalsheiði eftir viðkomu í Bjarnarhöfn þar sem margt er að skoða og fróðleik að finna.

Hið vinsæla kaffihlaðborð, sem alltaf er boðið uppá í Eflingarferðum, verður á Hótel Borgarnesi.

Lagt er af stað kl. 8.15 frá Sætúni 1 og áætlað er að vera komin heim um hálf níu.

Verð kr. 3.000,-

Nánast fullbókað er í ferðina 30. ágúst en nokkur sæti eru enn laus þann 6. september.

Skráning fer fram á skrifstofu Eflingar Sætúni 1 og í síma 510 7500.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere