Aðgerðarstjórn ASÍ

16. 10, 2008

Aðgerðarstjórn ASÍ vegna efnahagsástandsins

Alþýðusamband Íslands hefur komið á fót sérstakri aðgerðarstjórn með þátttöku landssambanda og stærstu félaga innan hreyfingarinnar. Tilgangurinn er að upplýsa og aðstoða aðildarsamtök ASÍ, trúnaðarmenn og samstarfsaðila á vinnumarkaði í því óvissuástandi sem nú ríkir í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. 

Þar sem búist er við auknum uppsögnum á næstunni vill Efling-stéttarfélag beina því til félagsmanna sinna og trúnðarmanna að hafa samband við félagið ef um samdráttaraðgerðir eða ef uppsagnir eru fyrirsjáanlegar í fyrirtækjunum.  Fræðslusjóðir og starfsmenntasjóðir stéttarfélaganna munu á næstunni skoða það með fræðsluaðilum innan ASÍ hvernig auknu atvinnuleysi og erfiðleikum í atvinnulífinu verður mætt.

Hér er tenging á síðu ASÍ