Select Page

Þú tryggir ekki eftir á

Ertu að tapa réttindum?

Allar líkur eru á því að margt launafólk geti staðið frammi fyrir uppsögnum á næstu vikum og mánuðum.  Mikilvægt er að minna á að þegar sótt er um atvinnuleysisbætur, þá er launamanni það í sjálfsvald sett hvort hann greiðir félagsgjald til stéttarfélags síns eða ekki. Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur félagsmaður réttindum sínum hjá félaginu svo sem  réttindum í sjóðum félagsins sem taka þátt í kostnaði vegna sjúkradagpeninga, sjúkraþjálfunar og menntunar félagsmanna.
Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi fyllir viðkomandi   út umsóknareyðublað um greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði eða hjá Atvinnuleysistryggingasjóði. Þá þarf að merkja við að umsækjandi vilji að félagsgjöld séu dregin af viðkomandi greiðslum.
Með því að greiða ekki félagsgjald af þessum greiðslum tapast því mikilvæg réttindi.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere