1. vinningur Gallup

30. 10, 2008

Anna Lydía Guðmundsdóttir fékk afhent viðurkenningarskjal og ávísun fyrir vinningsupphæðinni.

Kjarakönnun Gallup

Fékk 100. þúsund krónur í vinning

Félagsmenn sem tóku þátt í kjarakönnun Gallup á vegum Eflingar í september síðastliðinn fóru í happdrættispott og voru veglegir vinningar í boði. Í gær var dregið um vinningshafa og fékk Anna Lydía Hallgrímsdóttir, félagsliði á Droplaugarstöðum, fyrsta vinning að upphæð 100 þúsund krónur. Anna sagði að vinningurinn kæmi að góðum notum og núna gæti hún látið prenta bók sem hún skrifaði á Hólmavík 2006. Ég hafði ákveðið að fá vinnu í fiski en þegar ég kom til Hólmavíkur var atvinnuleysi byrjað að gera vart við sig og enga vinnu að fá. Þegar ég hafði verið atvinnulaus í nokkra mánuði datt mér í hug að skrifa um hvernig ég upplifði atvinnuleysið og um það fjallar bókin segir hún. Aðspurð hvaða væntingar hún hafi til könnunarinnar segist Anna vona að umönnunarstörf félagsliða og leikskólaliða verði metin að verðleikum og mikilvægi þessara starfshópa verði viðurkennd með bættum kjörum.

Aðrir vinningar sem eru vikudvöl í orlofshúsi eða íbúð að eigin vali hjá Eflingu  komu í hlut Guðfinns Einarssona sem starfar hjá Háfelli ehf. og Aðalheiðar Guðmundsdóttur sem starfar í mötuneyti í Ingunnarskóla í Grafarholti.