
Sorpa semur við Eflingu og Hlíf
Gengið hefur verið frá nýjum samningi við Sorpu um launakjör félagsmanna í Eflingu og Hlíf í Hafnarfirði. Samingurinn var samþykktur í vikunni með miklum meirihluta atkvæða en hann er í meginatriðum það sama og gildir fyrir Reykjavíkurborg. Áfram gilda þau sératriði sem samið var um í samningi við Sorpu 2005. Í stað hæfnislauna eða greiðslna vegna frammistöðumats kemur eingreiðsla að upphæð 16.735 kr. fyrir þá sem voru í fullu starfi 1. nóvember 2008, en ella hlutfallslega.
Mikill meirihluti félagsmanna studdi samninginn í atkvæðagreiðslu um um hann í vikunni. Úrslitin fóru þannig:
71 var á kjörskrá.
29 greiddu atkvæði eða 40,85%
Þar af samþykktu 27 eða 93,1%
2 voru á móti eða 6,9%