Select Page

     Efling styður Samhjálp

Efling-stéttarfélag styður nokkur hjálparsamtök um þessi jól eins og félagið hefur gert á undanförnum árum. Samhjálp býður skjólstæðingum sínum í mat á aðfangadagskvöld og stundar margvíslegt annað mannúðar- og hjálparstarf. Efling styður einnig  Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands en bæði þessi samtök hafa sinnt fólki sem þarf á stuðningi að halda með matargjöfum og annarri aðstoð fyrir jólin. Efling-stéttarfélag er auk þess í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar um aðstoð við stéttleysingja í Tamil Nadu héraði á Suður Indlandi. Efling-stéttarfélag sendir þessum samstarfsaðilum hugheilar þakkir fyrir vinnu í þágu þeirra sem nú þurfa á aðstoð að halda. Landsmönnum öllum sendir Efling bestu jóla- og nýárskveður.

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere