Forsvarsmenn Eflingar og Hlífar innsigla samkomulagið við Sorpu. Sigurður Bessason og Björn H. Halldórsson handsala samningnum.
Sorpa semur við Eflingu og Hlíf
Gengið hefur verið frá nýjum samningi við Sorpu um launakjör félagsmanna í Eflingu og Hlíf í Hafnarfirði. Samingurinn var samþykktur í vikunni með miklum meirihluta atkvæða en hann er í meginatriðum það sama og gildir fyrir Reykjavíkurborg. Áfram gilda þau sératriði sem samið var um í samningi við Sorpu 2005. Í stað hæfnislauna eða greiðslna vegna frammistöðumats kemur eingreiðsla að upphæð 16.735 kr. fyrir þá sem voru í fullu starfi 1. nóvember 2008, en ella hlutfallslega.
Mikill meirihluti félagsmanna studdi samninginn í atkvæðagreiðslu um um hann í vikunni. Úrslitin fóru þannig:
71 var á kjörskrá.
29 greiddu atkvæði eða 40,85%
Þar af samþykktu 27 eða 93,1%
2 voru á móti eða 6,9%