Starfsmenn borgarinnar
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti samninginn
Starfsmenn Reykjavíkurborgar, Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar sem eru félagsmenn í Eflingu hafa undanfarna daga greitt atkvæði um kjarasamninginn sem undirritaður var milli Eflingar og viðsemjenda í lok nóvember. Úrslitin voru tilkynnt eftir talningu í dag og eru mjög afgerandi. Um 91% félagsmanna sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni greiddu atkvæði með samningnum. Þátttaka var dræm.
Hjá Reykjavíkurborg voru á kjörskrá 1951
Atkvæði greiddu 333 eða 17%
Já sögðu 305 eða 91,6%
Nei sögðu 27 eða 8,1%
Einn seðill var auður eða ógildur eða 0,3%
Hjá öðrum sveitarfélögum voru á kjörskrá samtals 383
Atkvæði greiddu 70 eða 18,3%
Já sögðu 63 eða 90%
Nei sögðu 7 eða 10%