Dagsferðir Eflingar 15. ágúst og 22. ágúst 2009
Þjórsárdalur
Dagsferðir Eflingar – stéttarfélags verða tvær eins og áður hefur verið. Ferðirnar verða dagana 15. ágúst og 22. ágúst. Að þessu sinni verður farið um Þjórsárdal.
Margt er að skoða í þjórsárdal má þar nefna Þjóðveldisbæinn, Stöng þar sem Gaukur bjó forðum, náttúruperlur eins og Háfoss og Gjánna svo eitthvað sé nefnt.
Við ökum eins og leið liggur að Félagsheimilinu Árnesi og leggjum upp þaðan. Í fyrri ferðinni eru vanalega 3. rútur og verðum við því að skipuleggja ferðina þannig að þær komi ekki allar á sama tíma á staðina sem stoppað er. T.d. tekur Þjóðveldisbærinn ekki við 150 manna hóp í einu lagi. Sama er um seinni ferðina þar verðum við líka að skipta liði.
Á Stöng er talið að Gaukur Trandilsson hafi búið á 10. öld. Vat húsfreyjan á Steinastöðum ástkona hans, samanber vísuna:
Þá var öldin önnur,
Er Gaukur bjó á Stöng,
Þá var ei til Steinastaða
leiðin löng.
Leifar hins forna bæjar á Stöng voru hafðar til fyrirmyndar er Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal var reistur í tilefni 1100 ára afmælis íslandsbyggðar, í grennd við rústir Skeljastaða, á árunum 1974-1977.
(Texti úr Landið þitt Ísland).
Hið vinsæla kaffihlaðborð, sem alltaf er boðið uppá í Eflingarferðum, verður í Félagsheimilinu Árnesi.
Lagt er af stað kl. 8.15 frá Sætúni 1 og áætlað er að vera komin heim um kl. átta.
Verð kr. 3.000,-
Skráning hefst miðvikudaginn 1. júlí á skrifstofu Eflingar Sætúni 1 og í síma 510 7500.