góð stemning á baráttudeginum

    1.maí á Austurvelli

Góð stemning á baráttudeginum

Góð stemning var á baráttufundinum 1. maí í Reykjavík sem haldinn var á Austurvelli að þessu sinni. Gengið var frá Hlemmi við undirleik lúðraveita og síðan hófust barátturæður  dagsins með tónlist milli atriða.  Það voru þau Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Þórveig Þormóðsdóttir, formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður framhaldsskólanema sem ávörpuðu fundarmenn. Nokkur órói varð á fundinum meðan á ræðu forseta ASÍ stóð. Ágæt mæting var í göngunni, þrátt fyrir vonda veðurspá og hlýddu fundarmenn á örræður meðan á henni stóð sem var nýbreytni.

Fundurinn var á Austurvelli í stað Ingólfstorgs sem verið hefur fundarstaður 1. maí hátíðarhaldanna í allmörg ár. Hljómsveit Sigtryggs Baldurssonar lék slagverkstónlist við upphaf göngunnar og einnig í lokin. 200.000 naglbítar  sáu um tónlist að öðru leyti. Nokkrar örræður voru fluttar í göngunni sem er nýjung. Fjölmenni var í göngunni og á útifundinum. Á að giska á milli 4 – 5 þúsund manns. Það ber samt að hafa í huga að vond veðurspá og mikil rigning um hádegið hefur líklega dregið úr þátttöku.  Ræðumenn voru Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Þórveig Þormóðsdóttir, formaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Félags íslenskra framhaldsskólanema flutti ávarp. Fundarstjóri var Susanna Vilhjálmsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina. Nokkur órói var á fundinum undir ræðu Gylfa en hljóðnaði síðan þegar Þórveig og Stefán töluðu.                                                                                                                                                                            Að hátíðarhöldum loknum bauð Efling félagsmönnum og gestum þeirra í kaffi í Valsheimilinu á Hlíðarenda. Þangað komu nokkur hundruð manns.