Samstaða í samninganefnd Flóans í gær
Samþykkt að halda áfram viðræðum
Samninganefnd Flóafélaganna var boðuð á fund í gær með skömmum fyrirvara þar sem farið var yfir tilboð SA um launabreytingar. Þungt var í fundarmönnum vegna þeirra tillögu SA um að tvískipta launhækkuninni en samkvæmt tillögu SA er gert ráð fyrir tvískiptingu 13.500.- króna hækkunar á taxta sem kæmi til framkvæmda með kr. 6.750.- þann 1. júlí 2009 og sömu upphæð 1. nóvember í haust með 3.5% launaþróunartryggingu. Síðasta launahækkun samningstímans kæmi síðan til framkvæmda 1. september 2010 sem nemur 6.700 kr. og 2.5% almennri hækkun. Eftir að formaður samninganefndar hafði farið yfir stöðu samningamálanna kom fram í umræðum fundarmanna sama afstaða og áður að mjög mikilvægt væri að tryggja gildi kjarasamningsins áfram. Fundur samninganefndar Flóans veitti forystunni umboð til þess að reyna til þrautar að ná fram ásættanlegri niðurstöðu.