Breytingar og framlenging á kjarasamningi við Reykjavíkurborg

Breytingar og framlenging á kjarasamningi við Reykjavíkurborg

Í gær 6. júlí var gengið frá svipuðu samkomulagi við Reykjavíkurborg eins og gert var við ríkið síðastliðinn föstudag.  Megináherslan var lögð á að hækka launataxta sem eru undir 180.000 kr. og kemur sú hækkun í þremur áföngum.
Sendur verður út kynningarbæklingur á næstunni og er stefnt að því að atkvæðagreiðslu um samkomulagið ljúki ekki seinna en 14 ágúst næstkomandi.

Aðalatriði samningsins:

  • Núgildandi kjarasamningur framlengist til 30. nóvember 2010.
  • Launatöflur hækka þrisvar á tímabilinu.
  • Launataxtar. Mánaðarlaun fyrir dagvinnu allt að kr. 180.000 hækka 1. júlí 2009 og 1. nóvember 2009 um kr. 6.750.-  en hækka minna frá 180.000 kr. að 210.000. Laun umfram 210.000 kr í júlí og 220.000 kr. í nóvember 2009 taka ekki hækkunum.  Mánaðarlaun fyrir dagvinnu allt að kr. 180.000.-  hækka 1. júní 2010 um kr. 6.500.- en hækka minna að kr. 225.000. Mánaðarlaun fyrir dagvinnu umfram kr. 225.000.- eru óbreytt.
  • ~Tímamæld ákvæðisvinna í ræstingu hækkar.
  • Lágmarkslaun fyrir fullt starf skulu vera kr. 156.750.- frá 1. júlí 2009 og kr. 163.500.- frá 1. nóvember 2009 og frá 1. júní 2010 verða þau 170.000.-  Ákvæðið á ekki við sérstök átaksverkefni.
  • Desember og orlofsuppbætur hækka.

Hægt er að kynna sér samninginn hér (PDF)