Select Page

Skrifað undir kjarasamning við Launanefnd sveitarfélaga

Rétt í þessu var skrifað undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Eflingar stéttarfélags.  Þau sveitarfélög sem um ræðir eru Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær, Hveragerðisbær og sveitarfélagið Ölfus.

Megináhersla var lögð á að hækka launataxta sem eru undir 180.000 kr. og kemur sú hækkun í þremur áföngum.

Félagsmönnum verður sendur kynningarbæklingur á næstunni og er stefnt að því að atkvæðagreiðslu um samkomulagið ljúki ekki seinna en 14 ágúst næstkomandi.

Aðalatriði samningsins:

• Gildistími samnings er 1. júlí 2009 – 30. nóvember 2010.
• Ný launatafla tekur gildi frá 1. júlí 2009.
• Launataxtar. Mánaðarlaun fyrir dagvinnu allt að kr. 180.000 hækka 1. júlí 2009 og 1. nóvember 2009 um kr. 6.750.-  en hækka minna frá 180.000 kr. að 210.000. Laun umfram 210.000 kr í júlí og 220.000 kr. í nóvember 2009 taka ekki hækkunum.  Mánaðarlaun fyrir dagvinnu allt að kr. 180.000.-  hækka 1. júní 2010 um kr. 6.500.- en hækka minna að kr. 225.000. Mánaðarlaun fyrir dagvinnu umfram kr. 225.000.- eru óbreytt.
• Starfsmenn í tímamældri ákvæðisvinnu og ræstingu samkvæmt fermetragjaldi hækka, sjá nánar meðfylgjandi skjal.
• Lágmarkslaun fyrir fullt starf skulu vera kr. 157.000.- frá 1. júlí 2009, kr. 165.000.- frá 1. nóvember 2010 og kr. 170.000.-  frá 1. júní 2010, fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sömu stofnun.
• Orlofsuppbót árið 2010 verður kr. 25.800.- 
Félagsmönnum verður sendur kynningarbæklingur á næstunni og er stefnt að því að atkvæðagreiðslu um samkomulagið ljúki ekki seinna en 14 ágúst næstkomandi.

 

Hægt er að kynna sér samninginn hér (PDF)

Processing...
Thank you! Your subscription has been confirmed. You'll hear from us soon.
Barátta fyrir betra lífi.
Vertu áskrifandi að fréttaskeyti Eflingar. Fáðu ferskar fréttir af baráttunni og réttindum þínum í tölvupósti.
ErrorHere