Sátt náðist ivð SFH


Sátt náðist loks við SFH

Skrifað undir kjarasamning

Það tókst að endingu að ganga frá sams konar samkomulagi við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu – SFH og samið hefur við aðra sambærilega hópa fyrr á árinu.  Undir SFH falla meðal annars fjölmennir hópar Eflingar sem starfa á hjúkrunarheimilum. 

Efling mun senda kynningarefni á þá félagsmenn sem taka mið af samningnum á næstu dögum. Niðurstöður atkvæðagreiðslu munu liggja fyrir 25. september nk. og ef félagsmenn samþykkja samkomulagið þá munu launabreytingar skila sér í launaumslagið eigi síðar en um næstu mánaðamót. 

Einhverjar stofnanir eða fyrirtæki sem taka mið af þessum samningi hafa nú þegar hækkað laun starfsmanna í samræmi við breytingarnar enda fullt samræmi við þá niðurstöðu sem varð hjá ríkinu. 

Sjá samninginn í heild hér
Samningurinn (PDF)